Norðurljósaspá

norðurljósaspá-2012-001

aurora borealis, norðurljós, nordurljos, northern lights, suðurljós, sudurljos

Okt 2012

Aurora borealis, það sem við köllum Norðurljósin eru samkvæmt meðaltalinu að nálgast hámark 11 ára sveiflu þeirra um þessar mundir. Næstu 3 árin eða um það bil til 2015 má búast við tignarlegum ljósasýningum á heiðskýrum næturhimninum. Það er þó varla möguleiki að sjá þessar einstöku ljósasýningar lengur fyrir venjulega íbúa hér á landi nema hreinlega þeir komi sér einhvernveginn út fyrir ljósmengun þá sem stafar frá borgum og bæjum.  Öfugt við það sem gerðist fyrir örfáum árum þá þarf að aka nokkra KM út fyrir byggð til að sjá þetta fyrirbæri í fullum styrk og oftast eru þau alls ekki sýnileg í byggð nema þegar krafturinn er sem mestur í þeim. Á nýlegum lista yfir þau fyrirbæri sem jarðarbúar verða að sjá einhverntíman á lifsleiðinni eru norðurljósin eitt af efstu atriðunum. Eins og sjá má hjá norðurljósaspástöðvunum hér neðar á síðunni er Ísland staðsett á albesta stað fyrir áhugasama á miðju belti þar sem norðurljósin myndast enda eru nú japanskir vísindamenn komnir með bækistöðvar hér á landi fyrir norðurljósarannsóknir þeirra og Kínverska heimskautastofnunin er að setja upp rannsóknarstöð.
Gaman er að geta þess að norðurljósin skipa sérstakan sess í þjóðtrú austurlandabúa og segir þar til að mynda að börn sem eru getin undir dansandi norðurljósum verði afburðamanneskjur á öllum sviðum. Segir sagan að pör frá austurlöndum stödd hér á landi hlaupi jafnvel inn á herbergi þegar norðurljósin birtast öfugt við fólk frá öðrum löndum sem fer yfirleitt út fyrir til að dást að fyrirbærinu
Norðurljósin og raunar líka suðurljósin verða til í lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð. Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar sólvindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norðurljós  eða suðurljós. þessir sólvindar eru æði misjafnir frá degi til dags. Á síðunum hér fyrir neðan er hægt að sjá rauntíma niðurstöður mælinga á styrk þessara rafhlöðnu agna sem koma með sólvindinum.
Mesti styrkurinn virðist vera 1-3 dögum eftir svokölluð sólgos en á síðunni Spaceweather.com sem er hér fyrir neðan má sjá stöðuna á sólgosum. Með því að smella á gluggann sem við nefnum “slóð norðurljósanna” er litakort þar sem styrkur agnanna er sýndur með mismunandi litum yfir korti af norðurhveli jarðar. Rauði liturinn merkir mestu líkurnar á að sjá norðurljósin. Einnig er hægt að sjá í öðrum glugga skýjahuluspá veðurstofunnar en nauðsynlegt er að það sé heiðskýrt eða í það minnsta hálfskýjað sé ætlunin að skoða norðurljósin. Einnig er rétt að geta þess að nauðsynlegt er að fara út fyrir áðurnefnda ljósmengun götulýsinga til að sjá norðurljósin í öllu sýnu veldi. 1-2 kílómetrar út fyrir götulýsingu ætti að vera nægilegt. Þeir sem hafa séð norðurljósin í algerri kyrrð langt frá skarkala mannlífsins hafa greint lágvært suðið frá þeim þegar þau eru sem fjörugust.
Heimildir fengnar af ýmsum opinberum vefsíðum. Bendi sérstaklega á stórfróðlegar greinar Þorsteins Sæmundsonar stjörnufræðings um Norðurljósin og ljósmengun.

Njótið vel, Björgvin Kristinsson
vefstjóri Gult.is

Þín eigin norðurljósaspá.

Þú getur gert þína eigin norðurljósaspá með aðstoð vefsíðnanna hér að neðan.
Númer eitt er að skoða virkni sólvindanna svokölluðu yfir landinu. Inni á því sem við köllum slóð norðurljósanna er kort af norðurhveli jarðar sem sýnir með mismunandi litum hve mikil virknin er.
Rauði liturinn táknar mikla virkni.

Sama fyrirbæri og veldur norðurljósunum orsakar einnig truflanir á segulsviði jarðar.
Því er einnig gott að skoða rauntímagögnin frá segulmælingastöðinni í Leirvogi. Mikill órói á línuritunum þar sýnir truflanir á segulsviðinu og þar af leiðandi miklar líkur á norðurljósum.

Við skoðum á norðurljósunum þarf að vera heiðskýrt eða í það minnsta hálfskýjað og einnig er nauðsynlegt er að fara út fyrir ljósmengun borga og bæja. Þá er gott að skoða skýjahuluspá veðurstofunnar og finna þar stað sem gefur líkur á að hitta á norðurljósin.
Smella þarf á viðkomandi flýtihnappa til að komast inn á vefsvæðin.
Notið síðan “back” í vafra til að komast til baka inn á gult.is

 

Hér fyrir neðan eru hnappar á síður tengdar norðurljósunum. Hægt er að sjá norðurljósaspá á síðunni sem við köllum norðurljósakort.

Inni á Spaceweather.com er að finna rauntíma upplýsingar um sólgos þau sem valda norðurljósunum. Svokallaður sólvindur eru örlitlar agnir frá þeim sem skella á segulhjúp jarðar og valda þá norðurljósum. Það gerist venjulega um 2-3 dögum eftir að sólgosin sjást en einstaka sinnum berast agnirnar þó fyrr. Agnirnar ferðast hratt en þó mun hægar en ljósið þannig að með sérhönnuðum tækjum má sjá fyrirbærið með fyrrgreindum fyrirvara og eru rauntíma niðurstöður um þetta allt saman inni á Spaceweather.com ásamt allskonar öðrum fróðleik um leyndardóma himinhvolfsins. 

 

Hér fyrir neðan eru hnappar á fleiri síður tengdar norðurljósunum.