Gul frétt

Ólögleg netumferð á gult.is

GUL FRÉTT.

Gult.is lok­ar á ólög­mæta net­umferð

logo2

Gult.is hef­ur lokað á ólög­mæta net­umferð á Gult.is. Í reglu­leg­um próf­un­um á vefn­um kom í ljós notk­un sem ekki sam­rým­ist notk­un­ar­skil­mál­um vefsíðunnar.

Ólög­mæt notk­un sem brýt­ur í bága við notk­un­ar­skil­mála vefjar­ins hef­ur komið fram í próf­un­um hjá Gult.is. Því hef­ur Gult.is lokað á þá net­umferð.

Ekki um inn­brot að ræða og ekki var kom­ist í nein gögn sem ekki átti að vera hægt að kom­ast í en málið er að við ger­um reglu­lega próf­an­ir, hvort það sé verið að nota vef­inn okk­ar á eðli­leg­an hátt. Í einu af þess­um reglu­bundnu tékk­um tóku við eft­ir ákveðinni notk­un sem var ekki að stemma við regl­ur okk­ar.

Gult.is vill ekki að svo stöddu upp­lýsa um á hverja hafi verið lokað, hvort lokað hafi verið á fleiri en eina ip-tölu og hver hin ólög­lega notk­un var.

Hins veg­ar vilji Gult.is vekja at­hygli á þessu þar sem hugs­ast geti að óvart hafi verið lokað á ein­hverja not­end­ur en þeir not­end­ur eiga þá að hafa sam­band við Gult.is.

Gult.is er einn fjöl­sótt­asti guli vef­ur lands­ins – en líka raunar sá eini. Gult.is legg­ur mikla áherslu á ör­yggi og uppi­tíma þeirra vefja sem fé­lagið held­ur úti. Gult.is not­ast við margþætt­ar aðferðir til þess að greina og fylgj­ast með um­ferð á vef­inn í þeim til­gangi að tryggja ör­yggi og uppi­tíma hans.

Ekki er bú­ist við að lok­un­in hafi áhrif á al­menna viðskipta­vini Gult.is en viðskipta­vin­um er bent á að senda er­indi sitt í net­fangið flytileidir@gmail.com  ef það koma upp ein­hver óþæg­indi vegna þessa.