Gul frétt

Skriflegar útskýringar óskast.

GUL FRÉTT.

katrínogpáll

Myndin er hvorki af Katrínu Jakobs eða Árna Páli og tengist fréttinni ekki neitt.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafa lagt fram skriflega fyrirspurn í fimmtán liðum til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um höfuðstólsniðurfærsluna. Þar óska þau meðal annars eftir svörum við því hvernig heildarupphæðin dreifist eftir landshlutum og hvernig þeir Sigmundur Davíð hafi dirfst að svíkja skýrt kosningaloforð þeirra í Samfylkingunni um að ekki kæmi til greina að gera meira fyrir heimilin.

Fyrirspurn:

til fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu höfuðstóls.

Frá Katrínu Jakobs og Árna Páli.

1.     Hvernig skiptist heildarupphæð þeirrar fjárhæðar sem varið verður til lækkunar höfuðstóls milli flatskjáreiganda, litasjónvarpseiganda og eiganda svart/hvítra sjónvarpa?
2.     Hver er heildarfjöldi skjátækjanna og hver er skiptingin í prósentum?
3.     Hvert er heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum eigendum svart/hvítra sjónvarpa?
4.     Hve mikið hafa flatskjáir hækkað frá árinu 2007?
5.     Hve mikið hefði 20% leiðrétting lækkað flatskjái?
6.     Hve mikið hefði 250 milljarða kr. leiðrétting lækkað flatskjái í prósentum?
7.     Hver væri upphæð leiðréttingar ef hún miðaðist við að litasjónvörp væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar flatskjáum umfram 4,8% svart/hvítra sjónvarpstækja sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010?
8.     Hver væri upphæð niðurfærslunnar ef hún miðaðist við að svart/hvít sjónvarpstæki væru færð niður um fjárhæð sem samsvarar litasjónvörpum umfram 2,5% þeirra flatskjáa sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010?
9.     Hversu margir umsækjendur um höfuðstólsniðurfærslu eiga hvorki flatskjá, litasjónvarp eða svart/hvítt sjónvarpstæki?
10.     Hversu margir framteljendur sem eiga bæði flatskjá, litasjónvarp og svart/hvítt sjónvarpstæki, fá höfuðstólsniðurfærslu?
11.     Hversu há höfuðstólslækkun kemur frá þeim sem eiga bæði flatskjá, litasjónvarp og svart/hvítt sjónvarpstæki?

    12.     Hvernig dreifist heildarhöfuðstóllinn á skjátækjaeigendur hvers tíunda hlutar fyrir sig? Hver er fjöldi flatskjáa á bak við hverja skjátækjaprósentu?

    13.     Hve stór hluti heildarupphæðarinnar fer til fólks sem á fleiri en einn flatskjá?
14.     Hvernig dreifist heildarskjátækjaeign eftir þeim landshlutum þar sem skjátækjaeigendurnir eru búsettir?
15.     Hve stór hluti heildarhöfuðstólsniðurfærslunnar kemur frá skjátækjaeigendum sem eru yfir meðalaldri?

Skriflegt svar óskast.

 

P.S. Vorum við ekki búin að segja ykkur að það ætti ekki að gera neitt meira fyrir heimilin fyrr en við værum komin inn í Evrópusambandið – hvað er málið?