Norðurljósaspá

Stjörnuhröp.

sólblettir001

Jörðin er nokkurn veginn komin úr skotlínu sólbletts 2192

NORÐURLJÓSIN.

Samkvæmt skýjahuluspá Veðurstofunnar er og verður nokkurn veginn heiðskýrt yfir mest öllu landinu í kvöld og næstu kvöld.

Engin sérstök merki eru um auknar efniseindasendingar frá Sólinni þrátt fyrir stærsta sólblett í tugi ára. Hins vegar hafa verið að koma inn óróaskot á línuritunum frá Leirvogi öðru hvoru megin við miðnættið undanfarið. Aldrei er hægt að útiloka stuttar en flottar Norðurljósasýningar þó engin sérstök merki sjáist fyrirfram í mælitækjum þeirra NASA-manna.

Einnig hafa verið að sjást mikil stjörnuhröp undanfarin kvöld.

Sólbletturinn stóri hefur verið að senda frá sér svokallaða sólblossa sem eru fjarskiptatruflandi atburðir án þess að það komi frá þeim atburðum þær auka efniseindir sem nauðsynlegar eru í góðan Norðurljósakokkteil. Við erum um það bil að komast úr skotlínu þessa gríðarlega sólbletts sem er um 120.000 KM í þvermál sem samsvarar 11 faldri stærð Jarðar, 1/3 vegalengdarinnar frá Jörð til Tunglsins eða rétt rúmlega stærðar Júpíters.

Margir á Jörðu niðri anda léttar þegar þessi gríðarstóri blettur hverfur enda hafa risa efniseindagusur sem þeir senda reglulega frá sér áhrif á fjarskiptakerfi á þeirri hlið sem snýr að sólu og einnig hafa raforkukerfi á norðurslóðum truflast og slegið út sé um mjög stórar efniseindasendingar að ræða. Að meðaltali verða 4-5 slíkir atburðir á Sólinni í hverri sólarsveiflu sem tekur að meðaltali um 11 ár. Einungis verður vart mikilla áhrifa á Jörðinni ef slíkur sólblettur snýr beint að okkur enda eru sendingarnar nokkuð stefnuvirkar.

Næsta aukna efniseindastreymi í kortunum er dagsett 30. okt. og mun ekki hafa nein áhrif á hvorki fjarskipti né raforkukerfi en hugsanlega gæti það tendrað upp flotta Norðurljósasýningu fyrir áhugasama.

Rauntímavirkni yfir landinu má sjá á línuritunum frá Leirvogi.