Gul frétt

Strætóbílstjórar skiptast á upplýsingum um farþega.

GUL FRÉTT

Strætóbíl­stjór­ar skipt­ast á upp­lýs­ing­um um farþega.

Strætómynd001

“Allir með strætó – allir með strætó – enginn með Steindóri”

Fram­kvæmda­stjóri Strætó bs. seg­ir að lokaður Face­book-hóp­ur strætóbíl­stjóra, sem ber heitið „Allir með strætó – allir með strætó – enginn með Steindóri“, teng­ist fyr­ir­tæk­inu ekki með nokkr­um hætti. Hóp­ur­inn var kærður til Mannasiðaverndar í gær þar sem farið var fram á rann­sókn á upp­lýs­inga­söfn­un sem þar fer fram.

Hafa strætó­bíl­stjór­ar m.a. deilt skó- og skálastærð farþega og leyni­legri segulbandsupp­töku úr kassettutæki sam­kvæmt skjá­skot­um sem Gult.is hef­ur und­ir hönd­um. Þá er þar að finna umræður um að til­tek­inn farþega beri að var­ast þar sem viðkom­andi borgi alltaf með barnamiðum og fari fleiri en einn hring með hverjum vagni og eins þá sem biðja of seint um skiptimiða.

Í um­fjöll­un um málið í fjölmiðlum kem­ur fram að um 8 meðlim­ir séu í hópn­um og ber hann heitið „Allir með strætó – allir með strætó – enginn með Steindóri“.