bardarbungaÞann 16. ágúst 2014 hófust látlausir jarðskjálftar í nv – hluta Vatnajökuls. Á vefsíðum Veðurstofunnar gat og getur almenningur séð hvernig um 3 metra breiður og 50 KM djúpur hraungangur mjakast frá eldstöðinni Bárðarbungu í stefnu á eldstöðina Öskju sem er í um 50 KM fjarlægð. Þegar einungis 8-10 KM voru í árekstur þessara ólíku eldstöðvakerfa hægðist mjög á hraunganginum og lítið hraungos sást í vefmyndavélum. Það var þó örstutt og var áætlað að allt rennsli á yfirborðinu hefði stöðvast um 4 tímum síðar. Undir yfirborðinu er gert ráð fyrir að innrennsli í þennan svokallaða hraungang sé álíka mikið og rennsli þjórsár. Hin viðstöðulausa skjálftavirkni heldur áfram og er á þessari stundu talið að 3 möguleikar séu í stöðunni.kvikugangur001

1. Hraungangurinn stöðvast endanlega, hann storknar og skjálftavirkni lognast út af.

2. Önnur sprunga opnast nálægt þeim stað sem gaus um daginn með rólegu hraunrennsli og skokölluðu túristagosi.

3. Hamagangurinn losar tappann við Öskju og hraungangurinn haldi áfram ferð sinni með árekstri við Öskjukerfið með blöndun ólíkrar kviku. Þá verða mikil umbrot og er í svoleiðis tilfellum verið að tala um svokallað þeytigos sem er náskylt öskugosi en margfalt kraftmeira. Við þau læti getur hraungangurinn opnast enn meira upp á yfirborðið og á hinum endanum undir jökulinum orðið öskugos. Sú sprunga gæti í versta falli náð alla leið að upptökunum í sjálfri Bárðarbungu. Talið er að kvikan komi jafnvel beint frá möttli Jarðar. Sprungan yrði þá um 20 KM löng undir jökli og allt í allt um 50 KM með öskugosi á öðrum endanum, þeytigosi á hinum endanum og hraungosi í miðju sprungunnar. Gríðarlegur jökulmassi væri þá í hættu með að bráðna á stuttum tíma. Þess vegna er gott að úti­loka ekki neina af þeim mögu­leik­um, sem þarna eru og geta leitt til stór­flóðs í nánast allar áttir. Fyrst má nefna suður í Grím­svötn. Þá er einnig hætta til suðvest­urs í Köldu­kvísl, niður Tungnaá og Þjórsá. Þá eru eftir fljótin sem renna norður það er að segja Skjálf­andafljót og Jök­uls­á á Fjöll­um. Stór sprungugos sem verða með um 5-800 ára millibili suðvestur af Bárðarbungu eru sérlega afdrifarík.  Þarna eru flestar vatnsaflsvirkjanir landsins og sérhvert þessara gosa breytir landslagi mjög mikið á þessum slóðum.  Þarna munu verða mikil eldgos í framtíðinni og eldstöðin er að komast á tíma ef miðað er við forsöguna en sem betur fer er mesta virknin nú til norðausturs og segir sagan okkur að þá verði afleiðingar hamfara mun vægari en ef virknin er í suðvestur.

Möguleiki 3 er það langversta sem gæti gerst. Tenging við túrista yrði mikil eins og í möguleika 2 en algerlega á hinn veginn eins og sást í gosinu í Eyjafjallajökli. Einnig gæti komið til vægari samblanda af möguleikum 2 og 3.

Til allrar hamingju eru mælitæki nútímans það fullkomin að hægt er að sjá með nokkrum fyrirvara ef stórkostlegar breytingar verða á virkni eldstöðvanna. Mestar líkur eru á að einungis mannvirki nálægt vatnasvæði jökulsins væru í hættu ef allt fer á versta veg. Ekki má þó gleyma þeim óþrifnaði sem langvarandi öskugos hafa í för með sér og óþægindum sem flugfarþegar um allan heim geta lent í samanber það sem gerðist í Eyjafjallajökulsgosinu.cancelled001 Dæmi eru um að gos tengd Bárðarbungu hafi staðið í um 9 ár.

Hér eru flýtihnappar á vefsíður og vefmyndavélar sem tengjast eldfjöllum á íslandi.

Kverkfjöll  grimsvotn001 bardarbunga2-002

 

    

Tenglar á umfjöllun Gult.is sem tengist jarðskjálftum og eldgosum.

[wp-rss-aggregator source=”7471″]