Ýmislegt

Veðurhorfur á landinu 2. okt.

Veðurhorfur á landinu skv. Veðurstofu Íslands.

weather in iceland Gengur í austan og norðaustan 10-20 m/s með rigningu eða slyddu í dag, fyrst suðaustantil. Suðlægari austantil á landinu síðdegis, en styttir upp norðaustanlands í kvöld. Gengur í norðvestan og vestan 18-25 m/s norðantil á landinu seint í nótt á morgun með slyddu eða snjókomu, fyrst norðvestantil. Annars hægari og skúrir eða slydduél. Lægir og styttir upp vestantil á landinu þegar líður á morgundaginn. Hiti 2 til 10 stig í dag, hlýjast austantil, en hiti 0 til 7 stig á morgun.
Spá gerð: 02.10.2014 06:38. Gildir til: 03.10.2014 18:00.