Norðurljósaspá

Vetrarferðamennskan

Norðurljósin horfin í bili?
Hin undarlegasta staða er komin upp núna því í miðju hámarki sólvirkninnar hefur sólvirnin skyndilega dottið niður í lágmarksvirkni.

Þannig er mál með vöxtum að á ca. 11 ára fresti hefur komið svokallað hámark í virkni sólarinnar. Skemmtilegur fylgifiskur hámarksvirkninnar er stóraukin tíðni norðurljósasýninga á himinhvolfinu í kring um póla jarðar.

Ísland er á ákjósanlegum stað og tilvalið fyrir þá sem búa nær miðbaugi að skreppa hingað yfir vetrartímann til að upplifa svona sýningu sem flestir jarðarbúar telja til eins af undrum veraldar.

Detti virknin niður í lágmarksvirkni má búast við stórminnkuðu streymi erlendra ferðamanna á norðlægar slóðir yfir vetrartímann fram að næsta hámarki því gestir okkar eru upplýstir og skoða eftirfarandi vefsíðu sem sýnir virkni sólarinnar