Gul frétt

Vigdís fær ekki að heita “Single”

GUL FRÉTT.

Vigdís sýnir hér hvernig hún mun skera niður allan óþarfa.

Mannanafnanefnd kom saman til skyndifundar í morgun. Sló nefndin fyrra met og ákvarðaði nýgerða nafnabreytingu Vigdísar Hauksdóttir í þjóðskrá ólögmæta á einungis 8 mínútum og 20 sek.

Vigdís hafði sent inn nafnabreytingu til þjóðskrár eftir vel heppnað kvöld með saumaklúbbi nokkrum norðan Skarsheiðar. Vigdís fékk því ekki að heita Vigdís Hauksdóttir Single nema í þessar 8 mín og 20 sek. því breytingin var afmáð úr þjóðskrá samstundis og niðurstaðan lá fyrir.

Vigdís hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að kostnaður við mannanafnanefnd muni verða skoðaður rækilega ofan í kjölinn og hún muni ekki láta sitt eftir liggja sem formaður Fjárlaganefndar við að skera niður allan óþarfa.