Norðurljósaspá

X-1 Sólgos í AR 2017

“X-1 Sólgos í AR 2017″

Eftir smá rólegheit í norðurljósadeildinni sendi loks sólblettur AR 2017 af stað efniseindir sem ná líklega að segulhjúpi Jarðar hinn 1. apríl nk. Samkvæmt skýjahuluspá veðurstofunnar ættu að vera þokkaleg skilyrði til stjörnuhiminskoðunar. Við verðum með nýjar fréttir um leið og sést til fleiri sólblossa, sólgosa og/eða ef fleiri Kórónuholur láta á sér kræla.